Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að öruggum, hagkvæmum og skilvirkum aðgangi að íslenskum landshöfuðlénum og styrkja tengsl þeirra við Ísland, með því að kveða á um örugga, gagnsæja og skilvirka umsýslu þeirra.
Helstu breytingar og nýjungar: Verði frumvarpið að lögum taka gildi allvíðtæk lög um íslensk landshöfuðlén. Ekki hafa verið í gildi sérstök lög um landshöfuðlén til þessa þótt þau hafi verið í notkun um langt árabil. Lagt er til að settar verði skýrar lágmarksreglur um skráningu léna undir landshöfuðsléninu .is og skráningarstofu þess. Einnig er lagt til að skráning íslenskra höfuðléna verði innan íslenskrar lögsögu og íslensk stjórnvöld hafi tækifæri til að grípa í taumana ef hættuástand skapast eða misnotkun á sér stað.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum en þeim helstum að skýrar var kveðið um það með hvaða hætti forkaupsréttur ríkissjóðs að hlutum í félaginu Internet á Íslandi hf. skuli boðinn og hversu langan tíma íslenska ríkið hafi til að svara forkaupsréttartilboði.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál