Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

862 | Húsaleigulög (skráningarskylda húsaleigusamninga og breyting á leigufjárhæð)

151. þing | 11.6.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Dreift

Samantekt

Markmið: Að koma á skráningu leigusamninga í opinberan gagnagrunn, svokallaðan húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að komið verði á skráningarskyldu leigusamninga og breytinga á leigufjárhæð í opinberan gagnagrunn stjórnvalda, svokallaðan húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Gert er ráð fyrir að stofnunin birti upplýsingar um markaðsleigu húsnæðis eftir svæðum og öðrum breytum, byggðar á raungögnum úr leigusamningum, og að slíkar upplýsingar muni framvegis nýtast við mat á því hvort leigufjárhæð eða síðari hækkun hennar sé sanngjörn og eðlileg í garð beggja samningsaðila í skilningi 37. gr. laganna.

Breytingar á lögum og tengd mál: Húsaleigulög, nr. 36/1994.

Lög um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019.
Lög um húsnæðismál, nr. 44/1998.
Lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016.
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tillögur átakshóps til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði. Forsætisráðuneytið, 22. janúar 2019.

Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1733 | 11.6.2021
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason