Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að gera mörk þeirrar reglusetningarheimildar sem felst í 27. gr. laga um fasteignalán til neytenda skýrari.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að þau mörk sem gilda um hámark lána og greiðslubyrði þeirra sem hlutfall af tekjum verði skilgreind nánar. Einnig er lagt til að bætt verði við ákvæði um heimild Seðlabankans til að skilgreina undanþágur frá hámörkunum vegna ákveðins hundraðshluta af heildarfjárhæð veittra lána á tilteknu tímabili. Með samþykkt frumvarpsins verður betur tryggt að Seðlabanki Íslands hafi tiltæk nauðsynleg tæki til að styðja fjármálastöðugleika og draga úr alvarlegum röskunum í fjármálakerfinu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti