Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að bregðast við þeim áhrifum sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft á vinnumarkaðinn og starfsemi íþróttafélaga.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður við framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum verði um 840-880 milljónir kr. Þá er gert ráð fyrir að kostnaður vegna eingreiðslu verði um 260 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna greiðslna til íþróttafélaga verði óverulegur enda gert ráð fyrir að íþróttastarf geti farið fram með hefðbundnum hætti á seinni hluta árs í samræmi við áætlun stjórnvalda um afléttingu sóttvarnaráðstafana. Komi til þess að herða þurfi sóttvarnaráðstafanir að nýju má þó ætla að kostnaður vegna þessa úrræðis verði um 126 milljónir kr. á mánuði, verði sóttvarnaráðstafanir með sama hætti og í janúar á þessu ári, eða um 756 milljónir kr. yfir sex mánaða tímabil.
Afgreiðsla: Samþykkt með tæknilegri breytingu.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál