Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

769 | Breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (framlenging úrræða, viðbætur)

151. þing | 3.5.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styðja við bakið á heimilum og rekstraraðilum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að umsóknarfrestur um lokunarstyrki verði framlengdur til 30. september 2021. Einnig er lagt til að gildistími viðspyrnustyrkjaúrræðisins verði framlengdur út nóvember 2021 og að heimilt verði að sækja um styrkina út árið 2021. Þá er lagt til að hámarksfjárhæðir lokunar- og viðspyrnustyrkja verði hækkaðar úr 120 milljónum kr. í 260 milljónir kr. Enn fremur er lagt til að greiddur verði sérstakur barnabótaauki að fjárhæð 30.000 kr. með hverju barni til þeirra sem fá ákvarðaðar barnabætur.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020.

Lög um viðspyrnustyrki, nr. 160/2020.
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Kostnaður og tekjur: Lokunarstyrkir: Endanleg heildaráhrif af framlengingunni á ríkissjóð eru óviss.

Viðspyrnustyrkir: Endanleg heildaráhrif af framlengingunni á ríkissjóð eru óviss.
Sérstakur barnabótaauki: Kostnaður ríkissjóðs af sérstökum einskiptis barnabótaauka er áætlaður um 1,62 milljarðar kr.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 1340 | 3.5.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1398 | 11.5.2021
Þingskjal 1413 | 14.5.2021
Þingskjal 1415 | 11.5.2021

Umsagnir