Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

768 | Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (nýting séreignarsparnaðar)

151. þing | 3.5.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að lækka höfuðstól húsnæðislána.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar og úttektar viðbótariðgjalds til séreignarsparnaðar í tengslum við öflun íbúðarhúsnæðis til eigin nota, sem eiga að falla úr gildi 30. júní 2021, verði framlengdar um tvö ár, eða til 30. júní 2023.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Kostnaður og tekjur: Við mat á tekjutapi ríkissjóðs var miðað við meðalskattprósentu í gildandi tekjuskattskerfi. Reikna má með að tekjutap í framtíðinni verði minna en það sökum þess að einstaklingar eru oftar en ekki með lægri tekjur á eftirlaunaaldri en þegar þeir eru á vinnumarkaði. Ef miðað er við að úttektir verði allt að 24 milljarðar kr. á næstu tveim árum sem framlengingin nær yfir má ætla að samanlagt tekjutap ríkis og sveitarfélaga verði á bilinu 3–4 milljarðar kr. á hvoru ári. Framlengingin hefur lítil áhrif á afkomu ríkis og sveitarfélaga á tímabili nýframlagðrar fjármálaáætlunar sem nær til ársins 2026.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1338 | 3.5.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1493 | 21.5.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1612 | 4.6.2021

Umsagnir