Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að bæta skilyrði fyrir virkri samkeppni og efla viðspyrnu hagkerfisins.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að ríkissjóður verði af 33-47 milljónum kr. á ári vegna útgáfu vínveitingaleyfa. Hins vegar má gera ráð fyrir auknum fjölda umsókna um vínveitingaleyfi í kjölfar lækkunar á gjaldskrá sem og auknum umsvifum í kjölfar útgáfu fleiri vínveitingaleyfa, sem mun koma til móts við tekjufall ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Samkeppnismat OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði: 438 tillögur til úrbóta. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, 10. nóvember 2020.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti