Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að einfalda fyrirkomulag tryggingakerfis fyrir pakkaferðir og draga úr kostnaði ferðaskrifstofa vegna tryggingarskyldu pakkaferða. Að efla neytendavernd.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að komið verði á fót nýju tryggingakerfi fyrir pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun í stað þess tryggingakerfis sem rekið hefur verið að mestu óbreytt um áratugaskeið. Hið nýja fyrirkomulag felur í sér stofnun sameiginlegs tryggingasjóðs sem tryggi endurgreiðslur til ferðamanna við ógjaldfærni eða gjaldþrot seljenda pakkaferða og samtengda ferðatilhagana.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti