Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að skjóta skýrri lagastoð undir þá ráðstöfun að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsum sem koma frá tilteknum svæðum, óháð því hvort þeir geti dvalið í sóttkví í húsnæði á eigin vegum eða ekki. Að veita dómsmálaráðherra skýra lagaheimild til að takmarka ónauðsynleg ferðalög hingað til lands frá þessum sömu svæðum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra fái heimild til að setja reglugerð sem skyldar ferðamenn sem koma frá eða hafa dvalið á svæði þar sem nýgengi smita er töluvert hátt til að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Einnig er lagt til að dómsmálaráðherra verði heimilt, á tímabilinu 22. apríl til og með 30. júní 2021, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, með reglugerð, að kveða á um að útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laga þessara og reglugerðar um för yfir landamæri.
Breytingar á lögum og tengd mál: Sóttvarnalög, nr. 19/1997.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar: Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-1900/2021, 5. apríl 2021.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Ráðherra var veitt heimild til að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess falli innan slíkrar skilgreiningar. Þá skal listi ráðherra yfir hááhættusvæði sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit