Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til gagngerar breytingar á uppbyggingu stjórnsýslu barnaverndar hjá sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir að núverandi barnaverndarnefndir verði lagðar niður og þeim skipt upp í barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að barnaverndarumdæmin verði stækkuð og miðað við 6.000 íbúa. Þá eru lögð til ýmis ákvæði sem tengjast samspili barnaverndarlaga og frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Barnaverndarlög, nr. 80/2002.
Kostnaður og tekjur: Gerð gagnagrunna og stafrænna lausna í barnavernd er fjármagnað í fjárlögum 2021. Breytingar vegna innleiðingar á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í barnavernd, en frumvarp þess efnis er nú í meðförum Alþingis, eru að fullu fjármagnaðar bæði hjá ríkissjóði og hjá sveitarfélögum. Ekki kemur fram í frumvarpi um hve háar fjárhæðir er að ræða.
Aðrar upplýsingar: Ráðstefnan Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi (8. maí 2018).
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál