Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

715 | Breyting á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs)

151. þing | 7.4.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (29.4.2021)

Samantekt

Markmið: Að auka öryggi barna og ungmenna í skóla-, íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Í dag er eingöngu heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá við ráðningu starfsmanna. Það þýðir að starfsmaður getur síðar brotið af sér en vinnuveitandi fær hugsanlega aldrei upplýsingar um það. Með frumvarpinu er lagt til að vinnuveitendum verði veittar ítarlegri heimildir til að óska eftir sakavottorði starfsmanns oftar en við ráðningu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um leikskóla, nr. 90/2008.

Lög um grunnskóla, nr. 91/2008.
Lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
Íþróttalög, nr. 64/1998.
Æskulýðslög, nr. 70/2007.
Lög um lýðskóla, nr. 65/2019.
Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019.
Lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985.
Lög um náms- og starfsráðgjafa, nr. 35/2009.
Lög um framhaldsfræðslu, nr. 27/2010.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs gætu aukist óverulega vegna útgáfu sakavottorða.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 1194 | 7.4.2021
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir

Umsagnir