Markmið:
Að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á nikótínvörum og fella það undir sömu reglur og gilda samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að settar verði heildstæðar reglur um heimildir til innflutnings, sölu og markaðssetningar á nikótínvörum, auk reglna um eftirlit með slíkum vörum til að tryggja viðhlítandi öryggi. Lagðar eru til breytingar varðandi rafrettur í þeim tilgangi að skýra frekar eftirlit með auglýsingabanni því sem kveðið er á um í lögunum. Jafnframt er gert ráð fyrir að sá hluti laganna er lýtur að almennum eftirlits- og valdheimildum verði endurskoðaður. Þá eru lögð til nýmæli til að koma á sambærilegri umgjörð um innflutning, sölu og eftirlit með nikótínvörum, m.a. nikótínpúðum, á Íslandi með hliðsjón af þeim reglum er gilda í Evrópu, sér í lagi á Norðurlöndunum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir verulegum útgjöldum fyrir ríkissjóð. Mat á fjárhagslegum áhrifum verður endurskoðað nánar við gerð fjárlaga 2022 þegar ítarlegri gögn liggja fyrir.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar:
Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál
|
Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit
|
Atvinnuvegir: Viðskipti