Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að bætt verði við lögin markmiði um að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Kolefnishlutleysi lýsir því ástandi þar sem jafnvægi hefur náðst milli losunar gróðurhúsalofttegunda og bindingar kolefnis af mannavöldum og nettólosun er því engin.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012.
Kostnaður og tekjur:
Aðrar upplýsingar: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, júní 2020.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu helstri að í stað þess að kolefnishlutleysi skuli nást árið 2040 skuli það nást eigi síðar en 2040.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Samgöngumál: Samgöngur | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd