Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

711 | Loftslagsmál (markmið um kolefnishlutleysi)

151. þing | 7.4.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að bætt verði við lögin markmiði um að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Kolefnishlutleysi lýsir því ástandi þar sem jafnvægi hefur náðst milli losunar gróðurhúsalofttegunda og bindingar kolefnis af mannavöldum og nettólosun er því engin.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012.

Kostnaður og tekjur:

Lögfesting markmiðs um kolefnishlutleysi árið 2040 hefur eitt og sér ekki í för með sér fjárhagslega skuldbindingu fyrir ríkissjóð. Aftur á móti munu þær leiðir sem notaðar verða til að ná markmiðinu hafa fjárhagsleg áhrif fyrir ríkissjóð en enn er ekki vitað hver áhrifin verða. Í greinargerð með frumvarpinu má sjá umfang aðgerða í loftslagsmálum hjá ríkissjóði í fjárlögum 2021 og í fjármálaáætlun 2022–2026 í milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2022–2026 birtist stefna stjórnvalda um að auka framlög til loftslagsmála um einn milljarð króna á ári umfram fyrri ákvarðanir í tengslum við skuldbindingar Íslands og markmið um kolefnishlutleysi.

Aðrar upplýsingar: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, júní 2020.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu helstri að í stað þess að kolefnishlutleysi skuli nást árið 2040 skuli það nást eigi síðar en 2040.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1190 | 7.4.2021
Þingskjal 1641 | 8.6.2021
Flutningsmenn: Andrés Ingi Jónsson
Þingskjal 1771 | 1.7.2021
Þingskjal 1812 | 13.6.2021

Umsagnir