Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

709 | Verndar- og orkunýtingaráætlun (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku)

151. þing | 7.4.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (29.4.2021)

Samantekt

Markmið: Að forgangsraða með tilteknum hætti landsvæðum þannig að ná megi fram tilteknu jafnvægi milli mikilvægra umhverfis-, samfélags- og efnahagslegra þátta við nýtingu vindorku. Að gera leyfisveitingarferli vegna nýtingar vindorku skilvirkara en nú er.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sérstaklega verði kveðið á um vindorku í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun til að taka af allan vafa um að virkjunarkostir í vindorku, sem eru yfir 10MW eða meira að uppsettu afli, heyri undir lögin. Jafnframt er lagt til að slíkir virkjunarkostir sæti annarri málsmeðferð samkvæmt lögunum en hefðbundnir virkjunarkostir. Vegna séreðlis vindorkunnar eru því lagðar til talsverðar breytingar á úrvinnslu, meðhöndlun og málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku frá því sem gildir um hina hefðbundnu orkukosti, jarðvarma og vatnsorku, auk breytinga á þeirri aðferðafræði sem gilt hefur um mat á virkjunarkostum í vindorku innan rammaáætlunar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði fyrir ríkissjóð. Gert er ráð fyrir að sá óverulegi tímabundni og varanlegi kostnaður sem hlýst af breytingu á lögum um verndar og orkunýtingaráætlun rúmist innan fjárheimilda málefnasviðs 17 Umhverfismál.

Aðrar upplýsingar: Skýrsla starfshóps um regluverk í tengslum við starfsemi og framkvæmdir vegna vindorkuvera. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, október 2018.


Skýrsla starfshóps um samspil vindorku og rammaáætlunar (15. janúar 2021).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1188 | 7.4.2021

Umsagnir

Landvernd (umsögn)