Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (29.4.2021)
Markmið: Að forgangsraða með tilteknum hætti landsvæðum þannig að ná megi fram tilteknu jafnvægi milli mikilvægra umhverfis-, samfélags- og efnahagslegra þátta við nýtingu vindorku. Að gera leyfisveitingarferli vegna nýtingar vindorku skilvirkara en nú er.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði fyrir ríkissjóð. Gert er ráð fyrir að sá óverulegi tímabundni og varanlegi kostnaður sem hlýst af breytingu á lögum um verndar og orkunýtingaráætlun rúmist innan fjárheimilda málefnasviðs 17 Umhverfismál.
Aðrar upplýsingar: Skýrsla starfshóps um regluverk í tengslum við starfsemi og framkvæmdir vegna vindorkuvera. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, október 2018.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd