Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

704 | Breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.)

151. þing | 7.4.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (29.4.2021)

Samantekt

Markmið: Að styrkja eftirlit Fiskistofu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að heildstæðu viðurlagakerfi verði komið á fót vegna brota á lögum á sviði fiskveiðistjórnar. Viðurlagakaflar laganna verða samræmdir þannig að sömu heimildir verði milli mismunandi laga til að bregðast við brotum. Frumvarpið felur í sér það nýmæli að Fiskistofa fái heimildir til álagningar stjórnvaldssekta vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni. Lagt er til að heimildir Fiskistofu til að framkvæma rafrænt eftirlit verði styrktar. Loks er lagt til að hugtakið raunveruleg yfirráð við framkvæmd reglna um hámarksaflahlutdeildir verði afmarkað betur.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.

Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.
Lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997.
Lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 22/1998.
Lög um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, nr. 151/1996.
Lög um Fiskistofu, nr. 36/1992.

Kostnaður og tekjur:

Til lengri tíma litið eru fjárhagsáhrif frumvarpsins jákvæð fyrir ríkissjóð þar sem stjórnvaldssektir munu renna í ríkissjóð. Ekki er hægt að segja til um hve mikil þau verða þar sem ekki hefur farið fram mat á umfangi álagningar stjórnvaldssekta auk þess sem reglunum er ætlað að hafa fælingar- og varnaðaráhrif til lengri tíma litið.

Aðrar upplýsingar:

Bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Skýrsla verkefnisstjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, júní 2020.

Eftirlit Fiskistofu. Skýrsla til Alþingis. Ríkisendurskoðun, desember 2018.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1183 | 7.4.2021

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 29.4.2021
Fiskistofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 5.5.2021
Persónuvernd (umsögn)