Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (29.4.2021)
Markmið: Að efla vísindastarf, tækniþróun og nýsköpun hér á landi svo að styrkja megi íslenskt þekkingarsamfélag og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að efla stefnumótun og auka samhæfingu á sviði vísinda, nýsköpunar og tækni.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um Vísinda- og tækniráð, nr. 2/2003. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003, lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr. 75/2007, lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, lögum um Landsbókasafn Íslands, nr. 142/2011, og lögum um vandaða starfshætti í vísindum, nr. 70/2019.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að árleg útgjöld ríkissjóðs aukist um u.þ.b. 20 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál