Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

702 | Uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð

151. þing | 7.4.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (4.5.2021)

Samantekt

Markmið: Að flugvellir landsins og þjónusta við flugumferð þjóni þörfum samfélagsins á umhverfislega sjálfbæran hátt með skilvirkni, hagkvæmni og öryggi í fyrirrúmi í samræmi við stefnu stjórnvalda í samgöngumálum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði heildstæð lög um uppbyggingu og rekstur flugvalla á Íslandi og rekstur flugumferðarþjónustu sem leysi af hólmi gildandi lagaumhverfi um starfsemi Isavia ohf. sem nú starfar á grundvelli þrennra laga. Gert er ráð fyrir töluverðri einföldun á regluverki og eru verkefni samgönguyfirvalda á þessum sviðum dregin fram með mun skýrari hætti en áður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, nr. 102/2006, lög um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl., nr. 76/2008 og lög um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar, nr. 153/2009.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir beinum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Samgöngur

Þingskjöl

Þingskjal 1181 | 7.4.2021

Umsagnir