Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sett verði ný heildarlög um verðbréfasjóði en í því felst m.a. innleiðing UCITS V og Omnibus I-tilskipananna að því er varðar verðbréfasjóði auk viðbóta og breytinga vegna innleiðingar á UCITS-tilskipuninni. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um lagastoð fyrir þremur undirgerðum UCITS V, sem fyrirhugað er að innleiða með stjórnvaldsfyrirmælum. Almennt eru ekki lagðar til efnisbreytingar á ákvæðum gildandi laga um verðbréfasjóði nema að því leyti sem innleiðing UCITS V og Omnibus I felur í sér. Lagt er til að hlutverk vörsluaðila verði skýrt frekar og ákvæði um ábyrgð þeirra endurbætt. Einnig er lagt til að skilgreint verði hvaða aðilar geti verið vörsluaðilar og að skilyrði verði sett fyrir útvistun á verkefnum vörsluaðila til þriðja aðila. Auk þess er gert ráð fyrir að settar verði strangari kröfur til sjálfstæðis stjórnarmanna vörsluaðila og rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Þá er lagt til að ákvæði um starfsleyfi og skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða verði færð úr lögum um fjármálafyrirtæki og að rekstrarfélögin teljist ekki lengur til fjármálafyrirtækja heldur fjármálastofnana. Gert er ráð fyrir að skerpt verði á valdheimildum Fjármálaeftirlitsins og ákvæðum um samstarf við önnur lögbær yfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um verðbréfasjóði, nr. 128/2011. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017, lögum um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, nr. 7/2020, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, og lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir litlum sem engum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem voru einkum tæknilegs eðlis.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti