Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

698 | Breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds, úttekt séreignarsparnaðar)

151. þing | 7.4.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að létta undir með rekstraraðilum og einstaklingum í heimfaraldri kórónuveiru.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að þeim lögaðilum og einstaklingum í atvinnurekstri sem nýttu sér heimild til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds og frestuðu greiðslum til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021 verði gefinn kostur á enn frekari fresti með greiðsludreifingu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá er lagt til að einstaklingum verði að nýju heimilað að taka tímabundið út ákveðinn hluta af séreignarsparnaði sínum. Heimilt yrði að sækja um úrræðið út árið 2021 og samanlögð fjárhæð geti numið allt að 12 milljónum kr. sem greiddar verði út á 15 mánaða tímabili frá því að umsókn barst vörsluaðila.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.

Lög um tryggingagjald, nr. 113/1990.
Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

Kostnaður og tekjur: Heildaráhrifin af úttekt séreignarsparnaðar munu ráðast af því hversu margir koma til með að nýta sér það. Ef miðað er við að nýtingin verði svipuð á árinu 2021 og hún var árið 2020 og að flestir sem nýta úrræðið séu með aðrar tekjur en séreignarsparnaðinn má gera ráð fyrir að tekjuskattgreiðslur í ríkissjóð muni nema 5,6 milljörðum kr.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1177 | 7.4.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1401 | 14.5.2021
Þingskjal 1414 | 11.5.2021

Umsagnir