Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

690 | Farþegaflutningar og farmflutningar á landi (tímabundnir gestaflutningar og fargjaldaálag)

151. þing | 31.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auðvelda framfylgd reglna, auka skilvirkni og efla þjónustu við notendur.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að bætt verði við lögin skilgreiningu á tímabundnum farþegaflutningum (gestaflutningum) sem flutningafyrirtæki með staðfestu í löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins starfrækja hér á landi gegn gjaldi á grundvelli bandalagsleyfis. Þá eru lögð til ný úrræði til eftirlits með greiðslu fargjalda í almenningssamgöngum til að opna fyrir og styðja við skilvirkari lausnir við greiðslu fargjalda.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samgöngumál: Samgöngur

Þingskjöl

Þingskjal 1160 | 31.3.2021
Þingskjal 1546 | 29.5.2021
Þingskjal 1767 | 1.7.2021
Þingskjal 1808 | 13.6.2021

Umsagnir