Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

689 | Breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði

151. þing | 31.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að samræma þær reglur sem gilda hér á landi við þær sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og/eða á öðrum sviðum fjármálamarkaðar enda er þannig best gætt að hagsmunum markaðarins og fjárfesta. Að stuðla að skilvirkri framkvæmd EES-samningsins. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til ýmsar breytingar á lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði. Breytingunum er ýmist ætlað að innleiða viðeigandi ákvæði í Evrópugerðum eða lagfæra orðalag í lögum þannig að það endurspegli betur efnistök Evrópugerða og tryggi innra samræmi við aðra löggjöf á fjármálamarkaði.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.

Lög um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.
Lög um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004.
Lög um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017.
Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB frá 25. nóvember 2009 um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga (Gjaldþolsáætlun II).

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2013 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar staðalfrávik í tengslum við sveiflujöfnun vegna heilsutrygginga í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1630 frá 9. september 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar málsmeðferðarreglur sem fylgja skal við beitingu á umbreytingarráðstöfuninni fyrir undireiningu hlutabréfaáhættu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/87/EB frá 16. desember 2002 um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum sem eru hluti af fjármálasamsteypu og um breytingu á tilskipunum ráðsins 73/239/EBE, 79/267/EBE, 92/49/EBE, 92/96/EBE, 93/6/EBE og 93/22/EBE og á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/78/EB og 2000/12/EB.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1159 | 31.3.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1577 | 2.6.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1578 | 2.6.2021
Þingskjal 1646 | 1.7.2021
Þingskjal 1661 | 9.6.2021
Flutningsmenn: Óli Björn Kárason
Þingskjal 1705 | 10.6.2021

Umsagnir