Markmið: 
Að samræma þær reglur sem gilda hér á landi við þær sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og/eða á öðrum sviðum fjármálamarkaðar enda er þannig best gætt að hagsmunum markaðarins og fjárfesta. Að stuðla að skilvirkri framkvæmd EES-samningsins. 
                    
                    
                        Helstu breytingar og nýjungar: 
Lagðar eru til ýmsar breytingar á lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði. Breytingunum er ýmist ætlað að innleiða viðeigandi ákvæði í Evrópugerðum eða lagfæra orðalag í lögum þannig að það endurspegli betur efnistök Evrópugerða og tryggi innra samræmi við aðra löggjöf á fjármálamarkaði.
                    
                    
                        Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.
Lög um dreifingu vátrygginga, nr. 
62/2019.
Lög um vátryggingarsamninga, nr. 
30/2004.
Lög um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 
61/2017.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
                    
                    
                        Aðrar upplýsingar: 
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 
2015/2013 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar staðalfrávik í tengslum við sveiflujöfnun vegna heilsutrygginga í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 
2009/138/EB.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 
2016/1630 frá 9. september 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar málsmeðferðarreglur sem fylgja skal við beitingu á umbreytingarráðstöfuninni fyrir undireiningu hlutabréfaáhættu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 
2009/138/EB.
                    
                    
                    
                        Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
                    
                    
                    
                        Efnisflokkar:
                        
                            
                            Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál
                        
                             | 
                            Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit
                        
                             | 
                            Atvinnuvegir: Viðskipti