Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að takmarka rétt þingmanna til endurgreiðslu ferðakostnaðar í aðdraganda alþingiskosninga.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að þingmenn sem sækjast eftir endurkjöri til Alþingis eigi ekki rétt til endurgreiðslu ferðakostnaðar þegar sex vikur eru til kjördags. Lagt er til að forsætisnefnd geti kveðið á um í reglum sínum að heimilt sé að endurgreiða alþingismanni ferðakostnað á þessu tímabili ef um er að ræða viðburði eða ferðir á vegum Alþingis eða þegar Alþingi er enn að störfum og þingmaður tekur þátt í störfum þess.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Alþingi | Samfélagsmál: Atvinnumál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál