Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að öflugri og öruggri rafrænni þjónustu við frambjóðendur til Alþingis, stjórnmálaflokka, yfirkjörstjórnir og þá sem vilja mæla bæði með framboðum til Alþingis og úthlutun listabókstafs. Að bregðast við því ástandi sem kann hugsanlega að ríkja vegna COVID-19-farsóttarinnar þegar alþingiskosningar fara fram haustið 2021 þannig að þeim sem kunna að vera í sóttkví eða einangrun á kjördag verði gert kleift að kjósa.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000.
Kostnaður og tekjur: Frumvarpið hefur þau kostnaðaráhrif fyrir ríkissjóð að breyta þarf núverandi meðmælenda- og undirskriftakerfi Þjóðskrár Íslands. Verkefnastofa um stafrænt Ísland hefur unnið grófa kostnaðargreiningu á verkefninu sem hljóðar upp á 15,8–23,7 milljónir kr. Verkefnastofan mun fjármagna 75% af heildarkostnaðinum er tengist viðmótshluta Ísland.is sem er áætlaður á bilinu 9,5–14 millj. kr. Gert er ráð fyrir því að þær 6,3–9,7 milljónir kr. sem út af standa fjármagnist af sameiginlegum kosningalið Stjórnarráðsins sem vistaður er hjá dómsmálaráðuneytinu.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Alþingi | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál