Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

643 | Afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár (dregið úr reglubyrði)

151. þing | 24.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að draga úr reglubyrði á þann hátt að það samræmist markmiðum laganna um að auka gagnsæi í afleiðuviðskiptum, draga úr kerfisáhættu sem getur stafað af slíkum viðskiptum og stuðla að fjármálastöðugleika.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð (ESB) 2019/834. Lagt er til að dregið verði úr ýmsum kröfum sem gerðar eru til ófjárhagslegra mótaðila og minni fjárhagslegra mótaðila sem stunda afleiðuviðskipti. Auk þess eru rekstraraðilar sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða felldir undir skilgreiningu lag­anna á fjár­hags­legum mótaðila.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/834 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar stöðustofnunarskyldu, frestun á stöðustofnunarskyldu, kröfur um skýrslugjöf, aðferðir til mildunar áhættu fyrir OTC-afleiðusamninga sem miðlægur mótaðili stöðustofnar ekki, skráningu og eftirlit með afleiðuviðskiptaskrám og kröfurnar fyrir afleiðuviðskiptaskrár (EMIR Refit).

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að Seðlabanki Íslands, í stað Fjármálaeftirlitsins, verði lögbært yfirvald samkvæmt lögunum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1105 | 24.3.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1393 | 10.5.2021
Þingskjal 1445 | 18.5.2021
Þingskjal 1463 | 18.5.2021

Umsagnir

(minnisblað)