Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

641 | Lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta

151. þing | 24.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að gera almennum fjárfestum kleift að skilja og bera saman helstu eiginleika pakkaðra og vátryggingatengdra fjárfestingarafurða og meðfylgjandi áhættu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér innleiðingu PRIIPs-reglugerðarinnar í íslenskan rétt með setningu nýrra heildarlaga um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta. Samkvæmt reglugerðinni er framleiðendum pakkaðra og vátryggingatengdra fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta gert skylt að semja lykilupplýsingaskjal og gera almennum fjárfestum það aðgengilegt áður en gengið er til samninga svo að þeir geti skilið og borið saman lykilþætti og áhættu pakkaðra og vátryggingatengdra fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta. Lykilupplýsingaskjölum er ætlað að verða grundvöllur fjárfestingarákvarðana almennra fjárfesta.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014 frá 26. nóvember 2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta (PRIIPs-reglugerðin).

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/2340 frá 14. desember 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1286/2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta að því er varðar gildistökudag hennar.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Meðal annars var bætt við ákvæði sem afmarkar gildissvið laganna auk þess sem kveðið var á um að Seðlabanki Íslands væri lögbært yfirvald í skilningi reglugerðar (ESB) nr. 1286/2014.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1103 | 24.3.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1394 | 10.5.2021
Þingskjal 1444 | 21.5.2021
Þingskjal 1447 | 17.5.2021
Flutningsmenn: Óli Björn Kárason
Þingskjal 1462 | 18.5.2021

Umsagnir