Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

628 | Raforkulög og stofnun Landsnets hf. (forsendur tekjumarka, raforkuöryggi o.fl.)

151. þing | 22.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að hvetja til hagræðingar hjá sérleyfisfyrirtækjum, bæta afhendingaröryggi og tryggja skilvirkt og gagnsætt eftirlit.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að skerpt verði á nokkrum skilgreiningum og að skýrar sé kveðið á um að eitt af markmiðum raforkulaga sé að tryggja raforkuöryggi. Þá er lagt til að skýrð verði betur nokkur atriði er lúta að setningu tekjumarka og að sveigjanleiki verði aukinn á tilfærslu of- eða vantekinna gjalda samkvæmt tekjumörkum milli ára í ljósi aðstæðna. Enn fremur er lagt til að einfalda og auka skýrleika varðandi heimild til ákvörðunar hagræðingarkröfu á flutningsfyrirtækið Landsnet og dreifiveitur (sérleyfisfyrirtæki) við ákveðnar aðstæður, einfalda og auka skilvirkni varðandi framlagningu kerfisáætlunar, kveða skýrar á um varaafl og hlutverk Orkustofnunar varðandi eftirlit með því, auk annarra minni háttar atriða.

Breytingar á lögum og tengd mál: Raforkulög, nr. 65/2003.

Lög um stofnun Landsnets hf., nr. 75/2004.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir teljandi áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Skýrsla Deloitte um regluverk og fyrirkomulag er varðar flutning og dreifingu raforku (2. febrúar 2021).

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir

Þingskjöl

Þingskjal 1085 | 22.3.2021
Þingskjal 1625 | 7.6.2021
Þingskjal 1630 | 8.6.2021
Þingskjal 1665 | 1.7.2021
Þingskjal 1696 | 10.6.2021
Þingskjal 1727 | 11.6.2021

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 12.4.2021
Carbfix ohf (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 12.4.2021
Climeworks AG (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 12.4.2021
HS Veitur hf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 12.4.2021
Landsnet hf (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 12.4.2021
Landsvirkjun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 9.4.2021
Neytendasamtökin (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 21.4.2021
Orkustofnun (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 13.4.2021
Rarik ohf (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 12.4.2021
Atvinnuveganefnd | 12.4.2021
Veitur ohf. (umsögn)