Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

625 | Stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda

151. þing | 22.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að skilvirkri opinberri þjónustu, auka gagnsæi við meðferð mála og hagkvæmni í stjórnsýslu og tryggja örugga leið til að miðla gögnum til einstaklinga og lögaðila. Að meginboðleið stjórnvalda við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að starfrækt verði stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda og gert er ráð fyrir þeirri meginreglu að stjórnvöld sendi gögn til einstaklinga og lögaðila með rafrænum hætti í pósthólfið. Frumvarpið tekur til allra gagna, þ.m.t. tilkynninga, ákvarðana og ákvaða sem viðtakandi er bundinn af, m.t.t. kærufrests og efni gagnanna að öðru leyti. Sú aðferð að senda gögnin rafrænt myndi hafa sömu réttaráhrif og þegar gögn berast með bréfpósti eða öðrum hætti. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem hafa fengið útgefna kennitölu samkvæmt lögum um skráningu einstaklinga og lögaðilar sem skráðir eru með kennitölu í fyrirtækjaskrá eigi hver sitt pósthólf sem að jafnaði þeir einir hafa aðgang að.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að breytt fyrirkomulag við birtingar hafi í för með sér hagræðingu fyrir ríkissjóð á bilinu 300–700 milljónir kr. á ári.

Aðrar upplýsingar: Island.is.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum, m.a. þeirri að ráðherra er skylt, en ekki heimilt, að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1082 | 22.3.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1607 | 3.6.2021
Þingskjal 1774 | 1.7.2021
Þingskjal 1815 | 13.6.2021

Umsagnir