Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að skilvirkri opinberri þjónustu, auka gagnsæi við meðferð mála og hagkvæmni í stjórnsýslu og tryggja örugga leið til að miðla gögnum til einstaklinga og lögaðila. Að meginboðleið stjórnvalda við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að breytt fyrirkomulag við birtingar hafi í för með sér hagræðingu fyrir ríkissjóð á bilinu 300–700 milljónir kr. á ári.
Aðrar upplýsingar: Island.is.
Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum, m.a. þeirri að ráðherra er skylt, en ekki heimilt, að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál