Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

616 | Einkaleyfi (undanþága frá viðbótarvernd)

151. þing | 18.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að jafna samkeppnisstöðu samheitalyfjaframleiðenda á Íslandi gagnvart sams konar framleiðendum í ESB.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að innleiða breytingu á ESB-reglugerð um vottorð um viðbót­ar­­vernd fyrir lyf. Með reglugerðinni er veitt undanþága til að hefja framleiðslu og útflutning á samheita­lyfjum út fyrir Evrópska efnahagssvæðið á meðan frumlyfið hefur enn tiltekna vernd sem byggir á svokölluðu viðbótarvottorði.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um einkaleyfi, nr. 17/1991.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/933 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 469/2009 um vottorð um viðbótarvernd fyrir lyf.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1071 | 18.3.2021
Þingskjal 1322 | 30.4.2021
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1436 | 14.5.2021
Þingskjal 1460 | 18.5.2021

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 12.4.2021