Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að koma til móts við athugasemdir í skýrslu Ríkisendurskoðunar og framlengja gildistíma laganna.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, nr. 43/1999.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir beinum áhrifum á tekjur eða útgjöld ríkissjóðs. Þó er líklegt að dregið geti úr fjárhæð endurgreiðslna vegna einstakra verkefna þar sem betur er skilgreint hvaða framleiðslukostnaður myndar stofn til endurgreiðslu og eftirlit með kostnaðaruppgjörum verkefna er eflt. Erfitt er að fullyrða um þau áhrif og verður reynslan að leiða í ljós hver áhrifin verða til lengri tíma.
Aðrar upplýsingar: Endurgreiðslukerfi kvikmynda. Ríkisendurskoðun, 30. október 2019.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Hagstjórn: Skattar og tollar