Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

603 | Félög til almannaheilla

151. þing | 15.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að skjóta traustari stoðum undir frjáls félagasamtök sem geta talist almannaheillasamtök.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði heildarlög um félagasamtök til almannaheilla en hingað til hafa slík félög stuðst við ákvæði laga um sjálfseignarstofnanir. Lagt er til að félagasamtök til almannaheilla verði aðgreind frá öðrum félagasamtökum og að settar verði reglur um stofnun félagasamtaka til almannaheilla, meginefni samþykkta, félagsaðild, ákvörðunarvald, ákvörðunartöku og stjórnun slíkra félaga. Lagt er til að félagasamtök til almannaheilla verði skráð í almannaheillafélagaskrá sem ríkisskattstjóri haldi og taki við nýskráningum þeirra, breytingum á skráningu og tilkynningum um slit, auk þess að hafa heimild til afskráningar. Þá er lagt til að opinberum aðilum verði heimilt að setja það sem skilyrði fyrir veitingu styrkja, rekstrarsamninga og opinberra leyfa til almannaheillasamtaka að þau séu skráð í almannaheillafélagaskrá. Jafnframt er gert ráð fyrir að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu verði falin ákveðin verkefni sem kalla á töku stjórnvaldsákvarðana í ákveðnum málum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, og lögum um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri, nr. 119/2019.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður við skráningu í almannaheillafélagaskrá nemi einu stöðugildi hjá RSK eða sem jafngildir um 12 milljónum kr. á ári í allt að tvö ár. Gert er ráð fyrir að þessum tímabundna kostnaði verði mætt með breyttri forgangsröðun innan heildarútgjaldaramma ríkissjóðs í fjármálaáætlun og fjárlögum.

Aðrar upplýsingar:

Almannaheill – samtök þriðja geirans.

Löggjöf á Norðurlöndum

Finnland
Föreningslag  26.05.1989/503.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál

Þingskjöl

Þingskjal 1030 | 15.3.2021
Þingskjal 1685 | 10.6.2021
Þingskjal 1773 | 1.7.2021
Þingskjal 1814 | 13.6.2021

Umsagnir

Skatturinn (minnisblað)