Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

602 | Útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi)

151. þing | 15.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (7.4.2021)

Samantekt

Markmið: Að stuðla að gagnsærri og stöðugri framkvæmd laganna, auka skilvirkni og stytta málsmeðferðartíma til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi. Að bæta meðferð opinbers fjár.

Helstu breytingar og nýjungar: Með frumvarpinu er brugðist við ábendingum frá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og eftirlitsnefnd Schengen. Auk þess þykir býnt að bregðast við fjölgun umsækjenda sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðrum Evrópuríkjum.

Á meðal þeirra álitaefna sem frumvarpinu er ætlað að taka á eru atriði er snerta forgangsmeðferð tilhæfulausra umsókna, málsmeðferðartími umsókna barna um alþjóðlega vernd, hvenær taka skuli umsókn um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar, hlutverk Barnaverndarstofu við veitingu alþjóðlegrar verndar fyrir fylgdarlaus börn sem sækja um slíka vernd hér á landi, orðalag útilokunarástæðna við ákvörðun um ríkisfangsleysi, réttindi og skyldur flóttafólks sem kemur til landsins í boði íslenskra stjórnvalda, fjölskyldusameiningu flóttafólks, afturköllun verndar sem veitt er á grundvelli slíkrar sameiningar, hvenær veita beri þjónustu sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á skv. 33. gr. laga um  útlendinga og hvenær hún eigi að falla niður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um útlendinga, nr. 80/2016.

Lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir útgjaldabreytingum sem nokkru nemi fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 1029 | 15.3.2021

Umsagnir