Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að einfalda regluverk þjóðkirkjunnar og draga sem mest úr afskiptum ríkisvaldsins af málefnum þjóðkirkjunnar.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, lög um leysing á sóknarbandi, nr. 9/1882, lög um innheimtu og meðferð á kirknafé, nr. 20/1890, lög um umsjón og fjárhald kirkna, nr. 22/1907, lög um sölu á prestsmötu, nr. 54/1921, lög um Strandarkirkju og sandgræðslu í Strandarlandi, nr. 50/1928, lög um bókasöfn prestakalla, nr. 17/1931, lög um utanfararstyrk presta, nr. 18/1931, lög um kirkju- og manntalsbækur (sálnaregistur), nr. 3/1945, lög um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað, nr. 32/1963, lög um samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar, nr. 12/1982, og lög um Skálholtsskóla, nr. 22/1993.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð svo nokkru nemi.
Aðrar upplýsingar: Viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar og viljayfirlýsing frá 6. sept. 2019.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Trúmál og kirkja: Þjóðkirkjan