Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

586 | Loftferðir

151. þing | 9.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (15.4.2021)

Samantekt

Markmið:

Að stuðla að og tryggja öruggar, greiðar og skilvirkar flugsamgöngur að teknu tilliti til neytendaverndar, umhverfissjónarmiða og þjóðréttarlegra skuldbindinga. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði ný heildarlög um loftferðir sem taki m.a. mið af þjóðréttarlegum skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og stefnu stjórnvalda á sviði flugsamgangna. Lagðar eru til veigamiklar breytingar frá gildandi lögum sem í megindráttum varða stjórn flugmála og eftirlit, uppfærslu efnisákvæða til samræmis við EES-gerðir og aðrar þjóðréttarlegar skuldbindingar og lögfestingu Montreal-samningsins frá 1999 í heild sinni. Þá er lagt til að fjórar EES-gerðir um flutningastarfsemi verði innleiddar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um loftferðir, nr. 60/1998, lög um ráðstafanir vegna sameiningar Flugfélags Íslands h.f. og Loftleiða h.f., nr. 30/1974, lög um kjaramál flugvirkja, nr. 17/2010, og lög um kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra, nr. 45/2016. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, lögum um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013, lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, lögum um friðhelgi og forréttindi alþjóðstofnana, nr. 98/1992, lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, tollalögum, nr. 88/2005, lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011, lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, lögum um vátryggingarstarfsemi, nr. 100/2016

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir teljandi áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:


Reglugerð (EB) nr. 889/2002 frá 13. maí 2002 um breytingu á reglugerð (EB) 2027/97 um bótaábyrgð flugfélaga vegna slysa.

Tilskipun ráðsins 2000/79/EB frá 27. nóvember 2000 um Evrópusamning um skipulag á vinnutíma farstarfsmanna í almenningsflugi sem gerður var milli Evrópusambands flugfélaga (AEA), Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF), Evrópska flugliðasambandsins (ECA), Samtaka evrópskra svæðisflugfélaga (ERA) og Alþjóðasamtaka flutningafélaga (IACA).

Tilskipun 2009/12/EB frá 11. mars 2009 um flugvallargjöld.


Lög á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om luftfart LBK nr 1149 af 13/10/2017.

Finnland
Luftfartslag 7.11.2014/864.

Noregur
Lov om luftfart (luftfartsloven) LOV-1993-06-11-101.

Svíþjóð
Luftfartslag (2010:500).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 994 | 9.3.2021

Umsagnir