Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

585 | Breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (mennta- og menningarmál)

151. þing | 9.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að skýra lagagrundvöll fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem fer nú þegar fram innan stofnana sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að lagagrundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinga í ýmsum lögum sem lúta að starfsemi sem heyrir undir málefnasvið mennta- og menningarmálaráðuneytisins verði styrktur.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um leikskóla, nr. 90/2008.

Lög um grunnskóla, nr. 91/2008.
Lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
Lög um Menntamálastofnun, nr. 91/2015.
Íþróttalög, nr. 64/1998.
Bókasafnalög, nr. 150/2012.
Lög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, nr. 129/1990.
Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003.
Lög um fjölmiðla, nr. 38/2011.
Lög um háskóla, nr. 63/2006.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin).

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 993 | 9.3.2021
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 1664 | 1.7.2021
Þingskjal 1722 | 11.6.2021

Umsagnir

UMFÍ (umsögn)