Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

584 | Aðgerðir gegn markaðssvikum

151. þing | 9.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að heilleika fjármálamarkaða og efla fjárfestavernd og traust fjárfesta á fjármálamörkuðum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um markaðssvik og með því er lagt til að ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik verði innleidd. Meginumfjöllunarefni reglugerðarinnar er aðgerðir gegn markaðssvikum og opinber birting innherjaupplýsinga af hálfu útgefenda. Reglugerðin gildir um alla fjármálagerninga sem viðskipti eru með á skipulegum markaði, markaðstorgi fjármálagerninga eða skipulegu markaðstorgi og hvers konar hegðun og aðgerðir sem gætu haft áhrif á slíkan fjármálagerning án tillits til þess hvort hegðunin eða aðgerðirnar eiga sér stað á viðskiptavettvangi eða ekki. Hið sama á við um fjármálagerninga sem óskað hefur verið eftir að teknir séu til viðskipta á skipulegum markaði eða markaðstorgi fjármálagerninga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 frá 16. apríl 2014 um markaðssvik (reglugerð um markaðssvik) og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2003/124/EB, 2003/125/EB og 2004/72/EB.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum. Helsta breytingin var sú að kveðið var á um að Seðlabanki Íslands væri lögbært yfirvald í skilningi reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 í stað Fjármálaeftirlitsins.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 992 | 9.3.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1421 | 14.5.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1422 | 14.5.2021
Þingskjal 1467 | 31.5.2021
Þingskjal 1505 | 25.5.2021

Umsagnir