Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

583 | Greiðsluþjónusta

151. þing | 9.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að auka samkeppni á sviði greiðsluþjónustu, efla eftirlit með nýjum aðilum á greiðsluþjónustumarkaði, stuðla að tækniframþróun og efla upplýsingaöryggi og neytendavernd.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um greiðsluþjónustu og með því er lagt til að ákvæði tilskipunar 2015/2366/ESB um greiðsluþjónustu á innri markaðnum verði innleidd. Lagt er til að nýir greiðsluþjónustuveitendur, greiðsluvirkjandi og reikningsupplýsingaþjónustuveitandi, sem jafnframt eru greiðslustofnanir, verði til. Þá er gert ráð fyrir að bankar muni þurfa að veita hinum nýjum greiðsluþjónustuveitendum aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina úr kerfum sínum án fyrirliggjandi samnings þar um, að því gefnu að skýlaust samþykki eiganda greiðslureiknings sé til staðar. Enn fremur er gert ráð fyrir að gerðar verði auknar öryggiskröfur til greiðsluþjónustuveitenda.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013, og lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 frá 25. nóvember 2015 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum, um breytingu á tilskipunum 2002/65/EB, 2009/110/EB og 2013/36/ESB og á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 og niðurfellingu á tilskipun 2007/64/EB.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 991 | 9.3.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1688 | 10.6.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1689 | 10.6.2021
Þingskjal 1772 | 1.7.2021
Þingskjal 1789 | 12.6.2021
Flutningsmenn: Óli Björn Kárason
Þingskjal 1813 | 13.6.2021

Umsagnir