Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að innleiða tilskipun 2017/2399/ESB um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar rétthæð ótryggðra skuldagerninga í réttindaröð við ógjaldfærnimeðferð.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2399 frá 12. desember 2017 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar rétthæð ótryggðra skuldagerninga í réttindaröð við ógjaldfærnimeðferð.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum en þeirri helstri að 25. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja var breytt þannig að fortakslaus skylda lánastofnana til að halda skrá samkvæmt ákvæðinu var felld brott og skilavaldinu þess í stað veitt heimild til að krefjast þess að slíkri skrá sé komið á fót, ef það metur slíkt nauðsynlegt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti