Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

569 | Fullnusta refsinga (samfélagsþjónusta og reynslulausn)

151. þing | 4.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stytta boðunarlista til afplánunar refsinga og fækka þannig fyrningum refsinga og stytta bið dómþola eftir afplánun.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til tímabundnar breytingar sem heimila Fangelsismálastofnun að fullnusta allt að 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, í stað 12 mánaða, með samfélagsþjónustu. Einnig er gert ráð fyrir að Fangelsismálastofnun verði tímabundið heimilað að fullnusta dóma með samfélagsþjónustu þegar hluti fangelsisrefsingar er skilorðsbundinn þó heildarrefsing samkvæmt dóminum sé lengri en 24 mánuðir. Þá eru lagðar til tímabundnar breytingar sem myndu gera stofnuninni kleift að veita föngum reynslulausn nokkrum dögum fyrr en samkvæmt gildandi lögum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fullnustu refsinga, nr. 15/2016.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að fjölga þurfi tímabundið um eitt ársverk hjá Fangelsismálastofnun og er sá kostnaður metinn árlega á 11 milljónir kr. árin 2022, 2023 og 2024. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn rúmist innan útgjaldaramma málefnasviðsins.

Aðrar upplýsingar: Tillögur starfshóps dómsmálaráðherra til aðgerða sem stytta eiga boðunarlista til afplánunar refsinga. Dómsmálaráðuneytið, júní 2020.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 961 | 4.3.2021
Þingskjal 1764 | 1.7.2021
Þingskjal 1805 | 13.6.2021

Umsagnir