Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að stytta boðunarlista til afplánunar refsinga og fækka þannig fyrningum refsinga og stytta bið dómþola eftir afplánun.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fullnustu refsinga, nr. 15/2016.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að fjölga þurfi tímabundið um eitt ársverk hjá Fangelsismálastofnun og er sá kostnaður metinn árlega á 11 milljónir kr. árin 2022, 2023 og 2024. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn rúmist innan útgjaldaramma málefnasviðsins.
Aðrar upplýsingar: Tillögur starfshóps dómsmálaráðherra til aðgerða sem stytta eiga boðunarlista til afplánunar refsinga. Dómsmálaráðuneytið, júní 2020.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit