Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

563 | Réttindi sjúklinga (beiting nauðungar)

151. þing | 2.3.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 3 | Staða: Bíður 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að skapa lagaramma um það verklag sem viðhaft er á heilbrigðisstofnunum hér á landi sem felur í sér þvinganir, valdbeitingu eða annars konar inngrip í sjálfsákvörðunarrétt, frelsi og friðhelgi einkalífs sjúklinga.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að skýrt verði kveðið á um að beiting nauðungar gagnvart sjúklingum á heilbrigðisstofnunum verði bönnuð og að bannið nái einnig til fjarvöktunar. Gert er ráð fyrir að yfirlækni eða vakthafandi sérfræðilækni verði heimilt að víkja frá slíku banni í sérstökum einstaklingsbundnum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að beita nauðung í neyðartilvikum til að koma í veg fyrir yfirvofandi líkamstjón, stórfellt eignatjón eða röskun á almannahagsmunum. Þá er lagt til að skipað verði sérfræðiteymi um beitingu nauðungar. Gert er ráð fyrir að kveðið verði á um rétt sjúklinga til að kæra ákvörðun um beitingu nauðungar til sérfræðiteymisins eða kæra beitingu nauðungar án þess að ákvörðun liggi þar að baki. Enn fremur er lagt til að kveðið verði á um skráningu allra tilvika sem fela í sér nauðung eða fjarvöktun.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir kostnaði vegna skipunar sérfræðiteymis um beitingu nauðungar sem og vegna umsýslu og móttöku erinda til teymisins en áætlaður kostnaður kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar:

OPCAT -- eftirlit með frelsissviptum.

Athugasemdir umboðsmanns Alþingis í kjölfar eftirlitsheimsóknar hans á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítala á Kleppi í október 2018 (á ensku).

Athugasemdir frá nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om anvendelse af tvang i psykiatrien m.v. LBK nr 936 af 02/09/2019.

Finnland
Mentalvårdslag 14.12.1990/1116.
Sjá einkum kafla 4 a.

Noregur
Lov om etablering og gjennomføring av psykisk helsevern (psykisk helsevernloven) LOV-1999-07-02-62.

Lov om pasient- og brukerrettigheter (pasient- og brukerrettighetsloven) LOV-1999-07-02-63.
Sjá einkum kafla 4 A.

Lov om helsepersonell m.v. (helsepersonelloven) LOV-1999-07-02-64.
Sjá einkum 7. gr.

Lov om kommunale helse- og omsorgstjenester m.m. (helse- og omsorgstjenesteloven) LOV-2011-06-24-30.
Sjá einkum 9. kafla.

Svíþjóð
Lag om psykiatrisk tvångsvård (1991:1128).

Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 943 | 2.3.2021
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1698 | 10.6.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1699 | 10.6.2021

Umsagnir

Velferðarnefnd | 23.3.2021
Velferðarnefnd | 26.3.2021
Velferðarnefnd | 22.3.2021
Geðhjálp (umsögn)
Velferðarnefnd | 26.3.2021
Hrafnista (umsögn)
Velferðarnefnd | 6.4.2021
Hugarafl (umsögn)
Velferðarnefnd | 26.3.2021
Landspítalinn (umsögn)