Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

562 | Hollustuhættir og mengunarvarnir (menntun og eftirlit)

151. þing | 25.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (18.3.2021)

Samantekt

Markmið: Að auka öryggi fólks, t.d. á sundstöðum, sem og að auka skýrleika laganna og auka þannig skilvirkni.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að styrkja heimildir ráðherra til að kveða í reglugerð á um lágmarkskröfur að því er varðar menntun og þjálfun sundkennara, sundþjálfara og þeirra sem sinna laugargæslu og að þau standist próf sem sýnir fram á viðhald þekkingar þeirra þannig að tryggt sé að þau geti bjargað fólki úr laug, beitt skyndihjálp og endurlífgun. Einnig er gert ráð fyrir að ráðherra geti í reglugerð sett sambærilegar kröfur fyrir þau sem gata og flúra húð eða veita meðferð með nálastungum og þurfa að kunna og geta beitt sýkingavörnum. Þá er lagt til að eftirlitsskyldur stjórnvaldaskýrðar verði skýrðar frekar og umfang þess eftirlits með starfsemi og athöfnum sem valdið geta mengun eða ógnað hollustuháttum þrátt fyrir að viðkomandi starfsemi eða athafnir séu ekki háðar starfsleyfi eða skráningarskyldu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Mengun  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 942 | 25.2.2021

Umsagnir