Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að samræma ákvæði laganna við frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og aðlaga hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins að þeirri þróun sem orðið hefur innan málaflokksins frá því að núgildandi lög tóku gildi.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, nr. 83/2003.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Viljayfirlýsing um aukið samstarf í þágu barna. Félagsmálaráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, 7. september 2018.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu helstri að nafni stofnunarinnar var breytt í Ráðgjafar- og greiningarstöð.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál