Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

561 | Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.)

151. þing | 25.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að samræma ákvæði laganna við frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og aðlaga hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins að þeirri þróun sem orðið hefur innan málaflokksins frá því að núgildandi lög tóku gildi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að nafni stofnunarinnar verði breytt í Greiningar- og ráðgjafarstöð. Einnig er lagt til að uppfæra skilgreiningar laganna til samræmis við nýja löggjöf og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá eru lagðar til breytingar sem tengjast auknu samstarfi og samþættingu þjónustu í þágu barna. Lögð er rík áhersla á að ryðja í burtu hindrunum sem kunna að vera á því að börn njóti þjónustu sem þau eiga rétt á og að samvinna þjónustukerfa sé best til þess fallin að stuðla að því að barn fái þjónustu við hæfi. Gert er ráð fyrir að Greiningar- og ráðgjafarstöð fái heimildir til að setja reglur um fyrirkomulag svokallaðra frumgreininga sem þjónustuveitendum ber að fylgja. Þá er lagt til að þeir hópar sem fá þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verði skilgreindir betur og skyldur stofnunarinnar gagnvart þeim verði skýrðar. Loks er lagt til að hlutverk stofnunarinnar gagnvart þjónustuveitendum verði skilgreint betur.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, nr. 83/2003.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Viljayfirlýsing um aukið samstarf í þágu barna. Félagsmálaráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, 7. september 2018.


Þingmannanefnd um málefni barna. Félagsmálaráðuneytið, 8. október 2018.

Stýrihópur Stjórnarráðsins í málefnum barna. Félagsmálaráðuneytið, 22. janúar 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu helstri að nafni stofnunarinnar var breytt í Ráðgjafar- og greiningarstöð.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 941 | 25.2.2021
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1575 | 2.6.2021
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1576 | 2.6.2021
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1617 | 10.6.2021
Þingskjal 1721 | 11.6.2021

Umsagnir

Velferðarnefnd | 24.3.2021