Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

550 | Almenn hegningarlög (mansal)

151. þing | 23.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að bæta enn frekar vernd þolenda mansals og auðvelda málsókn á hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir brotunum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að mansalsákvæði almennra hegningarlaga verði rýmkað með það fyrir augum að auka vernd þolenda mansals og greiða fyrir því að hægt sé að sækja brotamenn til saka.

Breytingar á lögum og tengd mál: Almenn hegningarlög, nr. 19/1940.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð svo nokkru nemi.

Aðrar upplýsingar: Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu. Dómsmálaráðuneytið, mars 2019.


Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi og bókanir við hann (Palermó-samningurinn) (íslensk þýðing).

Bókun um að koma í veg fyrir, uppræta og refsa fyrir mansal, einkum kvenna og barna, sem er viðbót við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi (mansalsbókun við Palermó-samninginn).



Skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal 2020 (kafli um Ísland).


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af straffeloven LBK nr 1650 af 17/11/2020.
Sjá einkum gr. 262 a.

Finnland
Strafflag 19.12.1889/39.
Sjá einkum gr. 3 og 3 a 25. kf.

Noregur
Lov om straff (straffeloven) LOV-2005-05-20-28.
Sjá einkum 257. og 258. gr.

Svíþjóð
Brottsbalk (1962:700).
Sjá einkum gr. 1 a og 1 b 4. kf.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 917 | 23.2.2021
Þingskjal 1541 | 29.5.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1703 | 10.6.2021

Umsagnir