Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings og auka skilvirkni stjórnsýslunnar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að einfalda regluverk á sviði fiskeldis, matvæla og landbúnaðar. Gert er ráð fyrir að starfsumhverfi í fiskeldi verði einfaldað, sérstaklega fyrir minni framleiðendur. Þá eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem miða að því að auka skilvirkni stjórnsýslu og skýra regluverk til hagsbóta fyrir atvinnulíf og samfélag.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fiskeldi, nr. 71/2008.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd