Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

549 | Fiskeldi, matvæli og landbúnaður (einföldun regluverks)

151. þing | 18.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings og auka skilvirkni stjórnsýslunnar.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að einfalda regluverk á sviði fiskeldis, matvæla og landbúnaðar. Gert er ráð fyrir að starfsumhverfi í fiskeldi verði einfaldað, sérstaklega fyrir minni framleiðendur. Þá eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem miða að því að auka skilvirkni stjórnsýslu og skýra regluverk til hagsbóta fyrir atvinnulíf og samfélag.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fiskeldi, nr. 71/2008.

Lög um innflutning dýra, nr. 54/1990.
Lög um náttúruvernd, nr. 60/2013.
Lög um útflutning hrossa, nr. 27/2011.
Lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
Lög um velferð dýra, nr. 55/2013.
Lög um stofnun Matvælarannsókna hf., nr. 68/2006.
Lög um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986.
Lög um búfjárhald, nr. 38/2013.
Lög um uppboðsmarkaði sjávarafla, nr. 79/2005.
Búvörulög, nr. 99/1993.
Lög um breytingu á lögum um matvæli, lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu (eftirlit, upplýsingagjöf), nr. 33/2018.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 916 | 18.2.2021
Þingskjal 1439 | 26.5.2021
Þingskjal 1564 | 7.6.2021
Þingskjal 1582 | 2.6.2021

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 12.3.2021
Atvinnuveganefnd | 12.3.2021
Umhverfisstofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 6.5.2021
Umhverfisstofnun (viðbótarumsögn)