Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

538 | Nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni

151. þing | 16.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja vönduð og fagleg vinnubrögð við ákvörðun um hvort gera eigi sérleyfis- eða rekstrarleyfissamning á tilteknu landsvæði í eigu íslenska ríkisins. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Með frumvarpinu er markaður lagarammi utan um undirbúning, gerð og eftirfylgni með samning­um vegna nýtingar á landsvæðum í eigu ríkisins. Í frumvarpinu er samningum skipt í þrjár samningstegundir: 1) sérleyfissamninga, sem ganga lengst í nýtingu, bæði er varðar umfang og tímalengd; 2) rekstrarleyfissamninga, sem svipar til sérleyfissamninga en fela ekki í sér eins yfirgripsmikil afnot af landinu; og 3) nýtingarsamninga, sem ekki er ætlað að takmarka fjölda fyrirtækja á svæðinu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, nr. 47/2004, og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð samanborið við aukna tekjumöguleika og annað hagræði sem það getur skilað við úthlutun á rétti til nýtingar á landi.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 900 | 16.2.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1671 | 9.6.2021
Flutningsmenn: Fjárlaganefnd
Þingskjal 1777 | 1.7.2021
Þingskjal 1818 | 13.6.2021

Umsagnir

Fjárlaganefnd | 30.3.2021
Bláskógabyggð (umsögn)
Fjárlaganefnd | 8.3.2021
Fjárlaganefnd | 26.3.2021
Ferðamálastofa (umsögn)
Fjárlaganefnd | 8.3.2021
Húnavatnshreppur (umsögn)
Fjárlaganefnd | 8.3.2021
Landgræðslan (umsögn)
Fjárlaganefnd | 8.3.2021
Landsvirkjun (umsögn)
Fjárlaganefnd | 23.3.2021
Skipulagsstofnun (umsögn)
Fjárlaganefnd | 10.3.2021
Umhverfisstofnun (umsögn)