Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja vönduð og fagleg vinnubrögð við ákvörðun um hvort gera eigi sérleyfis- eða rekstrarleyfissamning á tilteknu landsvæði í eigu íslenska ríkisins.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, nr. 47/2004, og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð samanborið við aukna tekjumöguleika og annað hagræði sem það getur skilað við úthlutun á rétti til nýtingar á landi.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins