Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

537 | Gjaldeyrismál

151. þing | 16.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að endurskoða umgjörð um gjaldeyrismál.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að lögfest verði ný heildarlög um gjaldeyrismál sem þó byggjast í meginatriðum á sömu sjónarmiðum og gildandi lög. Frumvarpið felur í sér tillögur að mikilli einföldun á laga- og regluverki á sviði gjaldeyrismála. Gert er ráð fyrir að gjaldeyrisviðskipti, fjármagnshreyfingar og greiðslur milli landa skuli vera frjáls og án takmarkana nema það valdi óstöðugleika í gengis- og peninga­mál­um. Lagðar eru til takmarkanir á tvenns konar gjaldeyrisviðskiptum, annars vegar takmarkanir í þágu þjóðhagsvarúðar og hins vegar verndunar­ráðstafanir við sér­stakar aðstæður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, og lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, lögum um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, nr. 7/2020, lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 78/2014, lögum um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013, og lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Starfshópur endurskoðar umgjörð um gjaldeyrismál. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, 18. september 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Settar voru takmarkanir á heimildir Seðlabanka Íslands til að setja reglur sem takmarka eða stöðva fjármagnshreyfingar milli landa og gjaldeyrisviðskipti.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 899 | 16.2.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1709 | 10.6.2021
Þingskjal 1736 | 11.6.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1775 | 1.7.2021
Þingskjal 1816 | 13.6.2021

Umsagnir