Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

536 | Háskólar og opinberir háskólar (inntökuskilyrði)

151. þing | 16.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að jafna möguleika þeirra framhaldsskólanema sem ljúka prófi af þriðja hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla til háskólanáms.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lögð er til breyting á aðgangsskilyrðum í háskóla þannig að í staðinn fyrir að nemendur skuli fyrst og fremst hafa lokið stúdentsprófi kemur nýtt skilyrði um að nemendur skuli hafa staðist lokapróf frá framhaldsskóla á þriðja hæfniþrepi. Með þessari breytingu ættu aðgangsskilyrði að háskóla að vera í samræmi við hæfni, færni og þekkingu nemenda en ekki vera hindrun fyrir þá sem hafa staðist annað lokapróf á þriðja hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla að hefja nám á háskólastigi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um háskóla, nr. 63/2006.

Lög um opinbera háskóla, nr. 85/2008.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum sem ekki var ætlað að hafa efnisleg áhrif.

Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 898 | 16.2.2021
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 1354 | 5.5.2021
Þingskjal 1408 | 11.5.2021

Umsagnir