Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

535 | Loftslagsmál (leiðrétting o.fl.)

151. þing | 16.2.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að gera tæknilegar leiðréttingar á lögunum og innleiða tvær ESB-gerðir í íslenskan rétt.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að gerðar verði tæknilegar leiðréttingar á lögunum og að innleiddar verði tvær ESB-gerðir sem tengjast báðar viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/410 frá 14. mars 2018 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að efla kostnaðarhagkvæmar losunarskerðingar og fjárfestingar sem fela í sér litla losun kolefna og á ákvörðun (ESB) 2015/1814.


Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1071 frá 18. maí 2020 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar að útiloka flug sem kemur frá Sviss frá viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingu sem hefur ekki efnisleg áhrif.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 897 | 16.2.2021
Þingskjal 1049 | 16.3.2021
Þingskjal 1242 | 19.4.2021
Þingskjal 1265 | 20.4.2021